13.09.2007
Nemendur Mýrarhúsaskóla í Gróttu
Fjölmargir nemendur og kennarar í Mýrarhúsaskóla hafa heimsótt Gróttu á undanförnum dögum. Nemendur hafa fundið sitthvað skemmtilegt og spennandi í fjörunni svo sem krabba, öðuskeljar, hörpudiska og mikið af kuðungum.
12.09.2007
Leiðakort til að tryggja öryggi grunnskólabarna á leið til skóla
Vegna mikilla framkvæmda á Hrólfsskálamel um þessar mundir hefur nokkur umferð skapast í kringum framkvæmdasvæðið þegar foreldrar aka börnum sínum í skólann.
07.09.2007
Heitur matur fyrir öll skólabörn á Seltjarnarnesi
Undanfarin ár hafa heitar skólamáltíðir verið í boði fyrir yngri nemendur Grunnskóla Seltjarnarness en frá og með haustinu stendur öllum skólabörnum til boða að kaupa heitan hádegisverð.
06.09.2007
Umhverfisviðurkenningar Umhverfisnefndar Seltjarnarness 2007
Nýverið afhenti Umhverfisnefnd Seltjarnarness umhverfisviðurkenningar ársins 2007 við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness.
04.09.2007
Gagngerum endurbótum á húsnæði Grunnskóla Seltjarnarness fer senn að ljúka
Þessa dagana er verið að ljúka lokaáfanga á endurbótum húsnæðis Grunnskóla Seltjarnarness þ.e. húsi Mýrarhúsaskóla. Um er að ræða umfangsmesta hluta verksins sem nær yfir kjallara hússins.
29.08.2007
Byggingarframkvæmdir á Hrólfsskálamel ganga vel og margar íbúðir seldar
Íslenskir aðalverktakar hyggjast reisa þrjú fjölbýlishús á Hrólfsskálamel sem munu telja um 80 íbúðir alls. Byggingaframkvæmdirnar ganga vel og er fyrsta húsið af þremur með 26 íbúðum á áætlun. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla næsta haust.
28.08.2007
25.000 krónur til tómstundaiðkunar
Bæjarstjórn hefur samþykkt tómstundastyrki til barna og ungmenna sem búa Seltjarnarnesi og standa þeir til boða frá og með komandi hausti. Styrkirnir eru ætlaðir 6-18 ára börnum og ungmennum og eru hugsaðir sem hvati til að stunda skipulagt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf.
22.08.2007
Grunnskóli Seltjarnarness settur í gær
Grunnskóli Seltjarnarness var settur í gær, 21. ágúst, og hefst kennsla samkvæmt stundarskrá í dag. Vel hefur gengið með ráðningar starfsfólks að venju þó enn vanti herslumuninn upp á að skólinn teljist fullmannaður.
10.08.2007
Framkvæmdir á vegum bæjarins í sumar
Sumarið hefur nýst vel til framkvæmda. Unnið hefur verið að endurnýjun gangstétta og götulýsinga á Sæbraut, Selbraut, Sólbraut og Skerjabraut. Einnig að viðhaldi stétta víðar í bænum.
08.08.2007
Seltjarnarnesbær býður framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008
Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að taka þátt í bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágrannasveitarfélögum og Strætó Bs. með því að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008.