29.11.2006
Skrifað undir yfirlýsingu um breiðband
Þann 8. nóvember síðast liðinn skrifuðu leiðtogar frá borgum víðsvegar um heiminn undir yfirlýsingu um opin gagnaflutningsnet. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að samfélög þurfi að hafa aðgang að opnu, öflugu gagnaflutningsneti sem ávallt geti svarað kröfum samtímans hvað varðar gæði og hraða gagnaflutninga.
28.11.2006
Seltjarnarnesbær framlengir samning við Alþjóðahús
Seltjarnarnesbær hefur framlengt samning um Alþjóðahús í eitt ár. Húsið er rekið meðal annars rekið með þjónustusamningi fjögurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú þeirra, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður og Kópavogur hafa framlengt samninginn gegn þjónustu Alþjóðahússins við erlenda íbúa þessara sveitargfélaga.
24.11.2006
Staða samkynhneigðar í fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaga
Samtökin 78 stóðu í byrjun mánaðarins fyrir málstofu um samkynhneigð eins og málefnið tengist fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaganna í nágrenni Reykjavíkur.
22.11.2006
Seltjarnarnes fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi undirritaði í Stokkhólmi á dögunum samkomulag um að Seltjarnarnesbær verði fulltrúi Íslands í alþjóðasamtökunum INEC (International Network of E-Communities).
21.11.2006
Enn og aftur í verðlaunasæti.
Lið Selsins og Valhúsaskóla lenti í 3. sæti á Íslandsmóti First Lego League. First Lego League er hönnunarkeppni sem Verkfræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir. Þema keppninnar var NANO tækni.
17.11.2006
Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í leikskólum bæjarins
Börn í Sólbrekku og Mánabrekku komu saman á degi íslenskrar tungu. Sungin voru íslensk lög og farið með þulur og vísur.
14.11.2006
Vel heppnað menningarmót
Menningarmót var haldið á Bókasafninu á Eiðistorgi þann 11. nóvember. Mótið sem var byggt upp á svipaðan hátt og skólaþing og íbúaþing þau sem bæjarbúar þekkja þótti takast vel og voru þátttakendur mjög virkir.
13.11.2006
Nemendur úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness sýna aftur söngleikinn Sálsveitina skuldbinding
Síðast liðið vor frumfluttu nemendur Tónlistarskólans söngleik byggðan á kvikmyndinni The Commitments. Vegna hvatningar fjölmargra sem sáu sýninguna verður hún sýnd aftur fjórum sinnum, 13, 14 og 15. nóvember í Félagsheimili Seltjarnarness
10.11.2006
10 ára afmæli Mánabrekku
Þann 1. nóvember sl. átti leikskólinn Mánabrekka 10 ára afmæli. Í því tilefni var foreldrum boðið í morgunmat og snæddu þau bollur, sem börnin bökuðu. A ð því loknu var hátíðardagskrá í salnum þar sem afmælissöngurinn var sunginn og hver deild flutti tónlistaratriði
31.10.2006
Krakkar úr kvikmyndaklubbi Selsins sigursæl í myndbandakeppni Vinnueftirlits ríkisins
Hluti af kvikmyndaklúbb Selsins, þau Þórunn Guðjónsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Sunna María Helgadóttir, Anna Bergljót Gunnarsdóttir og Ingólfur Arason unnu til 1. verðlauna í myndbandasamkeppni Vinnueftirlits Ríkisins.
25.10.2006
Samstarfsverkefni Seltjarnarneskirkju og bæjarfélagsins í undirbúningi
Seltjarnarneskirkja er með í undirbúningi verkefni er nefnist „Kærleikur í verki“ en Seltjarnarnesbær mun styðja við verkefnið fjárhagslega. Ætlunin er að fá unga sjálfboðaliða til að heimsækja eldri borgara á Seltjarnarnesi og á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.