16.04.2007
Seltjarnarnes í fararbroddi í notkun rafrænna skilríkja
Undanfarin ár hefur fjármálaráðuneytið verið tilraunaverkefni um rafræn skilríki í gangi. Nú þegar eru slík skilríki meðal annars þegar notuð við skil á tollskýrslum, skattskýrslum endurskoðenda og við undirritun nýrra vegabréfa.
11.04.2007
Skólalúðrasveitin á leið til Boston
Elstu meðlimir Skólalúðrasveitarinnar, svo kölluð C-sveit, hafa undanfarnar vikur verið við strangar æfingar undir stjórn Kára Einarssonar. Sveitin hefur starfað við skólann undanfarin 10 ár og komið fram við hin ýmsu tækifæri á Seltjarnarnesi og víðar
10.04.2007
Verð á skólamáltíðum óbreytt síðan 2005
Verð á skólamáltíðum í grunn- og leikskólum Seltjarnarness mun ekki taka breytingum vegna lækkunar á virðisaukaskatti en það er nú eitt hið lægsta á landinu. Verð á skólamáltíðum í Grunnskólanum hefur ekki tekið mið af þróun matvælaverðs.
04.04.2007
Skemmtilegir tónleikar lúðrasveita í kirkjunni
A- og B-lúðrasveitir Tónlistarskóla Seltjarnarness héldu sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 24. mars síðast liðinn. Efnisskráin var fölbreytt að vanda og var gaman að sjá greinilega og mikla framför hjá báðum sveitum.
03.04.2007
Mikill áhugi á stöðu menningar- og fræðslufulltrúa
Seltjarnarnesbær auglýsti í síðasta mánuði eftir menningar- og fræðslufulltrúa til starfa á fræðslu-, menningar- og þróunarsviði. Viðkomandi mun vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviðinu sem er hið umfangsmesta hjá bænum.
21.03.2007
Fjármál og rekstur 2007 komið út
Þessa dagana er verið að dreifa samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir yfirstandandi ár. Þetta er í fjórða sinn sem ritið kemur út en bæklingnum er dreift inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi.
20.03.2007
Tómstundastyrkir fyrir öll 6-18 ára börn á Seltjarnarnesi
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt samhljóða að öll 6-18 ára börn eigi árlega rétt á tómstundarstyrk sem barnið eða forsjáraðilar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- , æskulýðs- og tómstundastarfi.
20.03.2007
Seltjarnarnes fær fyrstu einkunn í Vísbendingu
Tímaritið Vísbending útnefndi í janúar „draumasveitarfélag“ Íslands. Blaðið hefur um nokkurt skeið gefið sveitarfélögum landsins einkunn samsett úr fjölmörgum þáttum svo sem útsvarshlutfalli, breytingum á íbúafjölda, afkomu sem hlutfalli af tekjum, hlutfalli skulda af tekjum og veltufjárhlutfalli.
19.03.2007
Lóðasamningur við ÍAV undirritaður
Undirbúningur framkvæmda á Hrólfsskálamel er á fullum skriði og var lóðasamningur milli Seltjarnanesbæjar og Íslenskra aðalverktaka undirritaður í febrúar.
14.03.2007
Tónleikar á Mánabrekku
Nemendur í Tónlistarskóla Seltjarnarness héldu á þriðjudaginn tónleika fyrir nemendur á leikskólum Seltjarnarness. Tónleikarnir voru haldnir á Mánabrekku og var komu nemendur Sólbrekku í heimsókn af því tilefni.
13.03.2007
Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar til 2010 - Áfram framkvæmt án skuldsetningar
Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2010 var samþykkt við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í byrjun febrúar. Minnihlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Áætlunin gerir ráð fyrir umtalsverðum framkvæmdum öll árin en jafnframt er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af bæjarsjóði
08.03.2007
Fasteignagjöld lægst á Seltjarnarnesi
Fasteigna- og þjónustugjöld eru lægst á Seltjarnarnesi á höfuðborgarsvæðinu og nær helmingi lægri en á Álftanesi þar sem gjöldin eru hæst. Fasteignamat hækkaði um 20% á síðasta ári en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa fæst lækkað álagningarstuðulinn til samræmis við það