26.01.2017
Sé fyrir mér aukið samfélagslegt hlutverk Íþróttafélagsins Gróttu, segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness
Á dögunum skrifaði Seltjarnarnesbær undir nýjan styrktarsamning við Íþróttafélagið Gróttu. Í samningnum segir m.a. að meginmarkmið samningsaðila sé að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi.
23.01.2017
Nína Dögg Filippusdóttir Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017
Nína Dögg Filippusdóttir leikkona var föstudaginn 20. janúar sl. tilnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017.
18.01.2017
Fanney og Nökkvi kjörin á Seltjarnarnesi
Kjör Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 17. febrúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 24. skiptið en það var fyrst haldið 1993
11.01.2017
Seltjarnarnesbær undirritar samstarfssamning við VIRK
Virk Starfsendurhæfingarsjóður og Seltjarnaresbær hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu um þátttöku í þróunarverkefninu Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu.
05.01.2017
Ný lög um heimagistingu tóku gildi 1. janúar
Þann 1. janúar sl., tóku gildi lög nr. 67/2016 um breytingar á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting), ásamt nýrri reglugerð um sama efni
05.01.2017
Tekjulágir njóta sérstaks húsaleigustuðnings á Seltjarnarnesi
Um áramótin tóku gildi lög um húsnæðisbætur en þær taka við af húsaleigubótum. Ríkissjóður greiðir bæturnar og tekur Vinnumálastofnun við umsóknum og annast greiðslu húsnæðisbóta.
28.12.2016
Viðhald á sjóvarnargörðum
Í tilkynningu frá Gísla Hermannssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs Seltjarnarness kemur fram að nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Snoppu og hafnargarðinum við Smábátahöfnina.
28.12.2016
Áramótabrenna Seltirninga
Áramótabrenna Seltirninga verður haldin á Valhúsahæð og hefst kl. 20:30 með söng og harmonikkuleik.
22.12.2016
Samningur við LN Saga ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis undirritaður
Í gær, 21. desember, undirrituðu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Teitur Ingi Valmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi
19.12.2016
Seltjarnarnesbær hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC
PwC hefur framkvæmt Jafnlaunaúttekt á launagögnum hjá Seltjarnarnesbæ fyrir launatímabilið febrúar 2016 og var niðurstaðan eftirfarandi: Grunnvinnulaun kvenna voru 2,7% hærri en grunnlaun karla og heildarlaun kvenna voru 0,9% hærri en heildarlaun karla.
15.12.2016
Samstarf um stækkun fimleikaaðstöðu hjá Gróttu
Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg ætla að standa saman að stækkun íþróttaaðstöðu Gróttu á Seltjarnarnesi til að bæta aðstöðu til fimleikaiðkunar.
12.12.2016
Ný lög um heimagistingu taka gildi um áramótin
Bæjarstjórn Seltjarnarness vill benda íbúum á nýja löggjöf um heimagistingu sem tekur gildi 1. janúar 2017. Í henni kemur fram að einstaklingum verður heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign sem hann/hún hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess þurfa að sækja um rekstrarleyfi.