18.02.2015
Frítt í sund á skipulagsdegi
Föstudaginn 20. febrúar næstkomandi er skipulagsdagur í Leik- og Grunnskóla Seltjarnarness. Af því tilefni býður Seltjarnarnesbær fjölskyldum leik- og grunnskólabarna ókeypis aðgang að Sundlaug Seltjarnarness þann dag.
17.02.2015
Flatarmál Seltjarnarness hefur minnkað
Þessi áhugaverða loftmynd af Seltjarnarnesi var tekin af Landmælingum Íslands árið 1954. Nýlega réðst Seltjarnarnesbær í það verkefni að teikna inn á loftmyndina lóðir, hús, mannvirki, götur og strandlínu eins og það lítur út í dag
15.02.2015
Helgi Hrafn Jónsson bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015
Helgi Hrafn Jónsson tónlistarmaður var föstudaginn 13.febrúar útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015. Hann ánafnar verðlaunafénu til Tónlistarskóla Seltjarnarness.
05.02.2015
Mikið um að vera í Leikskóla Seltjarnarness í dag
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins föstudaginn 6. febrúar. Þetta er í áttunda skipti sem dagurinn er haldinn en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín
05.02.2015
Nýtt leiksvæði fyrir yngstu börnin
Á dögunum var tekið í notkun nýtt leiksvæði við leikskóladeildina Holt, sem er staðsett á neðri hæð safnaðarheimilis Seltjarnarneskirkju.
30.01.2015
Allir á skauta
Í morgunsárið tóku starfsmenn áhaldahúss Seltjarnarness sig til og sprautuðu vatni á Vallarbrautarvöllinn og bjuggu til skautasvell.
28.01.2015
Nýjar opinberar ráðleggingar um mataræði
Eins og fram kom á heimasíðu Seltjarnarness nýverið þá komu Leik- og Grunnskólar Seltjarnarness afar vel út í nýlegri könnun sem óháður aðili var fenginn til að gera þar á næringarinnihaldi skólamáltíða og fleiru.
27.01.2015
Ungmennaráð Seltjarnarness hlýtur nýsköpunarviðurkenningu
Síðastliðinn föstudag hlaut Ungmennaráð Seltjarnarness nýsköpunarviðurkenningu í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, en afhending viðurkenningarinnar fór fram á ráðstefnu á Grand hótel.
22.01.2015
Seltjarnarnes keppir við Borgarbyggð á föstudaginn
Lið Seltjarnarness í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga, keppir á móti Borgarbyggð föstudagskvöldið 23. janúar í beinni útsendingu úr Sjónavarpssal.
13.01.2015
Fanney og Nanna íþróttamenn Gróttu og æskunnar 2014
Fimmtudaginn 8. janúar s.l. var Fanney Hauksdóttir valin íþróttamaður Gróttu 2014 og Nanna Guðmundsdóttir íþróttamaður æskunnar