01.12.2025
Lokun á heitu vatni á Unnarbraut í dag, 1. des
Íbúar á Unnarbraut athugið, vegna bilunar þarf að loka tímabundi fyrir heita vatnið í dag, 1.desember. Vatninu verður hleypt aftur á um leið og viðgerð er yfirstaðin.
Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kanna að valda. Hitaveita Seltjarnarness.
26.11.2025
Nýtt fyrirkomulag í leikskólum Seltjarnarness tekur gildi 2026
Seltjarnarnesbær hyggst innleiða nýtt starfs- og námsumhverfi í leikskólum bæjarins á vorönn 2026. Með nýju fyrirkomulagi standa vonir til að draga megi, eins og framast er unnt, úr mönnunarvanda, viðhalda háu hlutfalli fagmenntaðra starfsmanna og styðja við farsæld barna.
21.11.2025
Umsóknarfrestur um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2026
Þriðjudaginn 25. nóvember nk. rennur út fresturinn til að sækja um eða tilnefna Bæjarlistamann Seltjarnarness 2026. Hvetjum listamenn og bæjarbúa til að taka þátt.
21.11.2025
Bæjarstjórnarfundur 26. nóvember 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1017. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 26. nóvember 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
18.11.2025
Menningarhátíð er allan nóvembermánuð
Þegar hafa fjölmargir menningarviðburðir og sýningar verið haldin og framundan er mjög margt spennandi sem vert er að fylgjast með. Ennþá geta listamenn, fyrirtæki, bæjarbúar og aðrir bæst í hópinn og boðið upp á viðburði til að vekja athygli á sér og gleðja bæjarbúa.
18.11.2025
Lokun á heitu vatni 19.11.2025
Íbúar vinsamlegast athugið!
miðvikudaginn 19. Nóvember verður lokað fyrir heita vatnið á hluta Suðurstrandar, Nesvegs og Hrólfskálamels (sjá mynd með frétt) frá klukkan 9 til 15 vegna viðgerða.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, Send voru sms skilaboð til þeirra sem að verður lokað fyrir vatnið hjá ef að þér bárust ekki skilaboð og ert vatnslaus endilega sendu email með nafni, símanúmeri og heimilisfangi á póstinn hitaveitupostur@seltjarnarnes.is
Hitaveita Seltjarnarness
S: 5959100
Búið er að hleypa á.
14.11.2025
Bæjarstjórnarfundur 19. nóvember 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1016. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 19. nóvember 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
06.11.2025
Kallað eftir hugmyndum
Seltjarnarnesbær skoðar nú m.a. þá hugmynd að metnaðarfullir fjárfestar og/eða rekstraraðilar komi að enduruppbyggingu húsnæðisins í samráði við bæinn en þær gagngeru endurbætur sem standa yfir hafa verið í biðstöðu undanfarin misseri.
03.11.2025
Lokun á heitu vatni 4/11/2025 Strandir
Íbúar vinsamlegast athugið! þriðjudaginn 4. nóvember verður lokað fyrir heita vatnið hjá íbúum á Barðaströnd og Látraströnd að hluta til (sjá mynd með frétt) frá klukkan 13:00 til klukkan 15:00 vegna viðgerða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda Send voru sms skilaboð til þeirra sem að verður lokað fyrir vatnið hjá ef að þér bárust ekki skilaboð og ert vatnslaus endilega sendu email með nafni, símanúmeri og heimilisfangi á póstinn hitaveitupostur@seltjarnarnes.is