17.01.2013
Hvar er best að búa á Íslandi?
Seltjarnesbær trónir í efsta sæti yfir hvað varðar bestu búsetuskilyrði á landinu skv. samantekt sem DV birti í blaðinu fimmtudaginn 17. janúrar 2013.
17.01.2013
Svandísi snýr heim úr skarkala borgarinnar
Álftin Svandís sem hefur ekki látið sjá sig á Bakkatjörn að undanförnu kom aftur til síns heima í gær.
16.01.2013
Lokað fyrir umferð við Valhúsaskóla.
Frá og með mánudeginum 21. janúar nk. verður aðeins hægt að komast að bílastæði Valhúsaskóla frá Skólabraut.
14.01.2013
Íbúafundur um deiliskipulag Lambastaðahverfis
Íbúafundur var haldinn fimmtudaginn 10. janúar 2013 kl 17:30 í knattspyrnuhúsinu á íþróttavelli Seltjarnarness um skipulagslýsingu vegna endurauglýsingar á deiliskipulagi Lambastaðahverfis.
09.01.2013
Endurnýting jarðefnis á Seltjarnarnesi
Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við nýja blokk við Hrólfsskálavör þar sem gert er ráð fyrir að til falli um 17.000 rúmmetrar af möl og grús.
08.01.2013
Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka
08.01.2013
Seltjarnarnes í Útsvari næsta föstudag
Systkinin Anna Kristín, Rebekka, Þorbjörn og Sigurður Jónsbörn standa sig með mikilli prýði sem lið Seltjarnarness í spurningaþættinum Útsvari á RÚV, en þau eru nú komin í aðra umferð.
20.12.2012
Seltjarnarnesbær styrkir Mæðrastyrksnefnd
Eins og undanfarin ár mun Seltjarnarnesbær styrkja gott málefni í stað þess að senda út jólakort. Í ár mun bærinn styrkja Mæðrastyrksnefnd um andvirði kortana.
20.12.2012
Húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr tekjuskerðingu
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra þessa efnis á fundi í gær.
Grunnfjárhæð húsaleigubóta hækkar á næsta ári og verulega verður dregið úr skerðingaráhrifum tekna á bætur leigjenda.
17.12.2012
Einstakur árangur hjá Leikskóla Seltjarnarness
Í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, 17. desember, ræddi Leifur Hauksson við Önnu Harðardóttur aðstoðarleikskólastjóra hjá Leikskóla Seltjarnarness um Grænfánann.
14.12.2012
Starfsmannafélag Seltjarnarness sameinast Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar
Formaður Starfsmannafélags Seltjarnarness, Ingunn H.Þorláksdóttir, og formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Garðar Hilmarsson, undirrituðu í gær, 13. desember, samkomulag um sameiningu félaganna tveggja frá og með næstu áramótum.
13.12.2012
Leikskólabörn skreyta strætó með jólateikningum
Það má með sanni segja að það sé að verða jólalegt í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins sem eru komnir í jólabúning. Eins og undanfarin ár eru vagnarnir skreyttir bæði að innan sem utan með jólateikningum frá leikskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.