11.12.2024
Fyrri hluta á útskiptum götuljósa lokið hratt og örugglega
Sýnileg áhrif lýsingar og velheppnuð vinna við útskipti á gömlu götuljósunum á Seltjarnarnesi fyrir nýja lampa með led-lýsingu. Áhrifarík drónamyndbönd í fréttinni sýna fyrir og eftir lýsingu.
06.12.2024
Neyðarlokun austan Skerjabrautar vegna bilunar í veitukerfi
Vegna skyndilegar bilunar í heitavatnslögn í Tjarnarbóli er lokað fyrir heitt vatn hjá íbúum eftirfarandi gatna: Tjarnarból, Tjarnarstígur, Lambastaðabraut, Skerjabraut og Nesvegur. Unnið er að viðgerð og tilkynnt verður þegar heitt vatn kemst aftur á.
06.12.2024
Bæjarstjórnarfundur 11. desember 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 997. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 11. desember 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
05.12.2024
Salt og sandur fyrir íbúa að sækja sér
Í hálkunni er gott að muna eftir gulu saltkistunum með skóflum ofan í sem eru víðsvegar á Seltjarnarnesi. Íbúum er frjálst að sækja sér salt til að dreifa í sínu nærumhverfi eða þar sem að viðkomandi þarf á að halda. Við Þjónustumiðstöðina er einnig hægt að ná sér í sand.
05.12.2024
Bókasafnið er lokað föstudaginn 6. desember
Vegna starfsmannafundar verður bókasafnið lokað 6. desember og bent á skilakassa við Hagkaup. Opið að vanda laugardaginn 7. desember frá kl. 11-14.
02.12.2024
Samstarfssamningur vegna barna í viðkvæmri stöðu á Seltjarnarnesi
Seltjarnarnesbær, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ætla að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu á Seltjarnarnesi og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi.
29.11.2024
Öllum verkföllum KÍ aflýst
Leikskóli Seltjarnarness opnar aftur á mánudaginn en samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ hafa samþykkt innanhústillögu ríkissáttasemjara um ramma fyrir kjarasamninga.
29.11.2024
Valhúsaskóli fagnar 50 ára afmæli 1974 - 2024
Það var heldur betur skemmtileg 50 ára afmælishátíð í Valhúsaskóla í morgun þegar að nemendur, kennarar, foreldrar og fjölmargir bæjarbúar fögnuðu saman tímamótunum.
22.11.2024
Bæjarstjórnarfundur 27. nóvember 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 996. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 27. nóvember 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
20.11.2024
Áfram fundað hjá Ríkissáttasemjara vegna kennaraverkfallsins
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara, en undanfarna viku hafa aðilar fundað óformlega, bæði á formannafundum og í öðrum samtölum og minni fundum.
Samningsaðilar munu halda áfram samtalinu hjá ríkissáttasemjara í dag.