
23.12.2022
Sorphirða um hátíðarnar
Á heimasíðunni undir "sorphirða" má sjá hvenær losun sorps er áætluð á milli jóla og nýárs á Seltjarnarnesi

20.12.2022
Tíminn og snjórinn - glænýtt jólalag
Nokkrir nemendur í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla tóku sig til og sömdu og gáfu út fallegt jólalag sem verkefni í hringekju í skólanum.

19.12.2022
Jólaheimsókn á bæjarskrifstofuna
Nokkrir nemendur og kennarnar tónlistarskólans fóru á milli staða á Seltjarnarnesi og léku skemmtileg jólalög fyrir áheyrendur.

17.12.2022
Unnið af kappi að snjóruðningi
Í forgangi er að halda strætóleiðum opnum en ófærð á götum bæjarins er mikil. Starfmenn bæjarins hafa unnið sleitulaust frá 04.30 í nótt við að ryðja götur og gönguleiðir.

15.12.2022
Fjárhagsáætlun 2023 samþykkt. Grunnþjónusta í forgangi.
Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2023 var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar við síðari umræðu miðvikudaginn 14. desember 2022.
Þriggja ára áætlun 2024-2026 var einnig samþykkt.

13.12.2022
Nýtt umdæmisráð og barnaverndarnefndir lagðar niður
Í gær, 12. desember, skrifuðu bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.

10.12.2022
Skemmtileg jólahátíð bókasafnsins
Það var mikil stemning á jólahátíð bókasafnsins sem haldin var í vikunni þegar að jólin voru spiluð inn á jólatónstöfum, jólasveinar komu í heimsókn og dansað var í kringum bókajólatréð.

06.12.2022
Jólatónleikar tónlistarskólans
Mikil stemning og húsfyllir í þrígang þegar að Tónlistarskóli Seltjarnarness gat loks haldið sína árlegu jólatónleika á laugardaginn, þá fyrstu í þrjú ár.

06.12.2022
Nýtt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi á Seltjarnarnesi vorið 2023
Árið 2023 munu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka upp nýtt og samræmt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi. Með lögum um hringrásarhagkerfi, sem taka gildi um áramótin, verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír, plastumbúðir, lífrænan úrgang (matarleifar) og blandaðan úrgang.

05.12.2022
Trönurnar teknar niður til varðveislu í vetur
Trönurnar féllu niður niður að hluta í stórviðrinu í haust og tóku Trönuvinir það sem eftir stóð svo ekki fari verr í vetur.