12.10.2015
Nýtt þak á viðbyggingu við Mýró
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafa verið önnum kafnir við að skipta um þak á gömlu kennarabyggingu við Mýrarhúsaskóla.
12.10.2015
Hreyfing og gleði - Samstarf Gróttu og Leikskóla Seltjarnarness
Gleði og áhugi skýn úr hverju andliti þegar yngstu þátttakendurnir mæta í íþróttahúsið og taka þátt í hópefli og hreyfingu, starfi sem Gróttan hefur haldið úti í samstarfi við bæinn undan farin ár.
08.10.2015
Deiliskipulag Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.
Í gær átti skipulagshöfundur góðan fund með íbúum við Skólabraut þar sem farið var yfir núverandi stöðu og tillögur hans að breyttu skipulagi á Skólabrautinni sjálfri,.
25.09.2015
Metfjöldi í Skólaskjóli og Frístund
Um 160 nemendur í 1.-4. bekk eru nú skráðir í Skólaskjól 1. og 2. bekkjar og Frístund fyrir 3.og 4. bekkinga. Þetta er fjölgun um 30 nemendur frá fyrra ári, en þá hafði einnig fjölgað á milli ára.
23.09.2015
Nýstofnað Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi
Fyrsta stjórn nýstofnaðs Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi (FebSel) var kosin á þingi eldri borgara á Seltjarnarnesi í morgun. Hana skipa formaður Magnús Oddsson aðrir í stjórn eru Guðmar Marelsson, Hildur Guðmundsdóttir, Þorleifur Jónsson og Petrea Ingibjörg Jónsdóttir.
18.09.2015
Menningarhátíð Seltjarnarness í startholunum
Nú fer hver að vera síðastur að tryggja sér miða á tónleika helsta stjörnuparsins á Nesinu þeirra Helga Hrafns Jónssonar bæjarlistamanns 2015 og eiginkonu hans Tinu Dickow, hinnar dáðu, dönsku söngkonu og lagaskálds.
17.09.2015
Útsvarsliðið klárt í slaginn
Hið sigursæla lið Seltirninga í Útsvari leiðir saman hesta sína að nýju og etur kappi við lið Reykjanesbæjar í næsta þætti Útsvars, föstudaginn 18. september
10.09.2015
Seltjarnarnesbær tilbúinn að taka á móti flóttafólki
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í gær miðvikudaginn 9. september lýsti bæjarstjórn Seltjarnarness yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki og fól bæjarstjóra, Ásgerði Halldórsdóttur, að ræða við starfsmann flóttamannanefndar um framkvæmd mála.
10.09.2015
Lásu 10.528 blaðsíður í sumar
Þátttakendur í Sumarlestri Bókasafns Seltjarnarness létu sér ekki muna um að lesa 112 bækur eða 10.528 blaðsíður í sumar.