
13.04.2023
Opið fyrir skólavist í tónlistarskólanum veturinn 2023-2024
Umsóknir fara fram í gegnum mínar síður og er umsóknarfrestur til 20. maí nk.

05.04.2023
Leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness
Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga með víðtæka þekkingu og skýra framtíðarsýn á starfsemi leikskóla til að leiða nemendur, starfsfólk og foreldra í öflugu leikskólastarfi.

05.04.2023
Bæjarstjórnarfundur 12. apríl dagskrá
Boðað hefur verið til 963. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 12. apríl í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

05.04.2023
Laus störf á Leikskóla Seltjarnarness
Óskað er eftir að ráða Leikskólakennara/Þroskaþjálfa og Deildarstjóra á Leikskóla Seltjarnarness. Umsóknarfrestur er til 11. apríl nk.

04.04.2023
Höfuðborgarsvæðið markaðssett sem einn áfangastaður
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð í gær mánudaginn 3. april eftir 2ja ára undirbúning og verður hún áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt.

03.04.2023
Nýr búsetukjarni við Kirkjubraut á Seltjarnarnesi
Formleg opnun var í dag, á nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk, þegar Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri afhenti Þóru Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra Áss styrktarfélags lyklana að húsinu sem er að Kirkjubraut 20.

30.03.2023
Hraðaskilti á Nesvegi
Í öryggisskyni hafa nú verið upp tvö hraðaskilti á Nesveginum til að ökumenn geti betur fylgst með ökuhraða sínum og virt hámarkshraðann. Skiltin vísa í gagnstæða átt og hafa verið sett upp þar sem gangandi og hjólandi umferð vegfarenda er mikil. Við biðlum til ökumanna að kalla græna broskallinn alltaf fram á hraðaskiltunum :)

24.03.2023
Laus störf í Grunnskóla Seltjarnarness
Ráða á í þrjár stöður kennara á yngsta- og miðstigi: Umsjónarkennari, Heimilisfræði og hönnun og nýsköpun/smíði. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2023.

23.03.2023
Ungmennaráð - Kynningarfundur
Miðvikudaginn 29. mars kl. 20.00 verður í Selinu haldinn kynningarfundur um Ungmennaráð Seltjarnarness fyrir öll áhugasöm, skoðanasterk og drífandi ungmenni á aldrinum 15+. Tekið verður á móti fundargestum með léttum veitingum og góðri stemningu.

22.03.2023
Lokun á heitu vatni 23. mars á Unnarbraut 1-18
Íbúar við Unnarbraut 1-18 vinsamlegast athugið! Fimmtudaginn 23. mars verður lokað fyrir heita vatnið frá kl. 9 og fram eftir degi vegna viðgerða. Lokunin nær til eftirfarandi húsa: Unnarbraut 1-18. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Seltjarnarness