12.09.2025
Bæjarstjórnarfundur 17. september 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1012. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 17. september 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
10.09.2025
Framkvæmdir á Skólabraut
Endurnýjun á lágspennu- og háspennustrengjum stendur nú yfir á vegum OR á Skólabrautinni og hefur framkvæmdasvæðið verið girt af. Gera má ráð fyrir að framkvæmdirnar standi yfir fram í miðjan október. Hvetjum forráðamenn að leiðbeina börnum sínum að fara varlega og velja öruggar göngu- og hjólaleiðir til og frá skóla og í tómstundir.
09.09.2025
Lokun á köldu vatni í Nesbala 10/09/2024
Íbúar á Nesbala vinsamlegast athugið!
miðvikudaginn 10. september verður lokað fyrir vatnið frá klukkan 10 og fram eftir degi vegna viðgerða.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda
09.09.2025
Virkniþing fyrir eldri bæjarbúa
17. september kl. 14-16 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.
08.09.2025
Framkvæmdir við nýjan leikskóla hefjast
Bæjarráð samþykkti nýverið tilboð í byggingu á Undrabrekku, nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi en með því má segja að langþráður draumur sé að rætast. Framkvæmdasvæðið verður girt af á næstum dögum sem þýðir fækkun bílastæða við Suðurströndina. Fyrsta skóflustungan verður tekin kl. 11:00 föstudaginn 12. september nk.
08.09.2025
Starfsfólk í Skjólið Frístund óskast - hlutastörf
Frístundaheimilið Skjólið óskar eftir starfsfólki, 18 ára og eldri. Um er að ræða hlustastarf með börnum að skóla loknum, tvo til fimm eftirmiðdaga í viku (frá kl. 13:00-16:30). Umsóknarfrestur er til 22. september nk.
05.09.2025
Bæjarstjórnarfundur 10. september 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1011. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 10. september 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
03.09.2025
Allt vatn komið á Víkurströnd!
Lokun.
Íbúar á Víkurströnd vinsamlegast athugið!
fimmtudaginn 4. september verður lokað fyrir vatnið í frá klukkan 10 og fram eftir degi vegna viðgerða.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda
03.09.2025
Lausaganga hunda er alltaf bönnuð
Minnum íbúa á að lausaganga hunda er alls staðar bönnuð á Seltjarnarnesi allt árið um kring en töluvert hefur borið á lausum hundum á Valhúsahæð og á Vestursvæðunum að undanförnu. Hvetjum hundaeigendur til að virða reglurnar!
29.08.2025
Sinfó í sundi - Klassíkin okkar streymt í Sundlaug Seltjarnarnarness
Í kvöld föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 verður hægt að njóta stórtónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í beinni útsendingu í Sundlaug Seltjarnarness.
28.08.2025
Lokun á vatni á Hluta Nesvegs 28/8/2025 vegna leka.
Íbúar vinsamlegast athugið!
Fimmtudaginn 28. ágúst verður lokað verður fyrir vatnið á hluta Nesvegs frá klukkan 13 og fram eftir degi vegna viðgerða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
lokað verður fyrir vatnið í húsunum sem eru innan græna rammans á myndinni hér að neðan.
Seltjarnarnesbær S: 5959100