21.07.2025
Krautz in Seltjarnarnes - grínsjónvarpssería
Verkefni úr Skapandi sumarstörfum hjá Seltjarnarnes bæ orðið að sjónvarpsseríu sem hefur göngu sína á RÚV næstkomandi laugardag.
21.07.2025
Varað við gosmengun og skertum loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu
Í dag varar heilbrigðiseftirlitið við mikilli gasmengun og gosmóðu frá eldgosinu. Fólk er hvatt til að takmarka útiveru, ekki síst þeir sem viðkvæmir eru. Ungmenni í Vinnuskólanum voru send fyrr heim í dag vegna aðstæðna í morgun auk þess sem búið er að fella hann niður nú eftir hádegi.
04.07.2025
Lokun á heitu vatni 8/7/2025
Seltirningar vinsamlegast athugið! þriðjudaginn 8. júlí verður lokað fyrir heita vatnið á hluta Valhúsabrautar, Melbrautar og Hæðarbrautar frá klukkan 9 og fram eftir degi vegna framkvæmda á Lagnakerfi hitaveitunnar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Mynd sýnir hvaða hús verða án heits vatns
Hitaveita Seltjarnarness S: 5959100
30.06.2025
Vatnsveita - bilun við Sólbraut - viðgerð lokið!
Uppfærð frétt kl.11:59 - vatnið er komið á.
Lokun vatnsveitu vegna viðgerðar á leka.
Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Starfsmenn hitaveitunnar.
20.06.2025
Bæjarstjórnarfundur 25. júní 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1009. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 25. júní 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
20.06.2025
Seltjarnarnesbær byggir nýjan leikskóla
Útboð vegna byggingar nýs leikskóla við Suðurströnd 1 var auglýst í vikunni og eru útboðsgögn aðgengileg með rafrænum hætti á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar.
17.06.2025
Sundlaugin er lokuð í dag 17. júní 2025
Gleðilega þjóðhátíð og njótið dagsins. Sundlaug Seltjarnarness opnar á hefðbundnum tíma á morgun, miðvikudaginn 18. júní.
10.06.2025
17. júní á Seltjarnarnesi hátíðardagskrá frá kl. 10-15
Skrúðganga og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Frítt í alla skemmtun og leiktæki. Allir velkomnir á 17. júní 2025!
10.06.2025
Skólasetning Vinnuskólans miðvikudaginn 11. júní
Vinnuskóli Seltjarnarness verður settur í Valhúsaskóla kl. 10:00 miðvikudaginn 11. júní fyrir árganga: 2009 - 2010 - 2011. Árgangur 2008 mætir hins vegar kl. 14:00 í aðstöðu Vinnuskólans á Vallarbraut sama dag þe. miðvikudaginn 11. júní.
06.06.2025
Bæjarstjórnarfundur 11. júní 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1008. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 11. júní 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
02.06.2025
Verkframkvæmd á Hæðarbraut
Ákveðið er að endurnýja stofnlagnir hitaveitu, þ.e. framrás og bakrás í Hæðarbrautinni milli Valhúsabrautar og Melabrautar.
Um töluverða framkvæmd er að ræða og munu íbúar verða fyrir einhverjum óþægindum á meðan að á framkvæmdatíma stendur.
Verk er að hefjast og áætlaður verktími er um þrjár vikur.
Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlega hafið samband við hitaveitu Seltjarnarness.
30.05.2025
Tjón á umferðarljósum
Óhapp varð við gatnamótin á Suðurströnd og Nesvegi þegar að flutningabíll rakst utan í ein gönguljósin og mun Vegagerðin annast viðgerðir á staurnum.. Umferðarljósin virka öll þrátt fyrir óhappið og það heyrist hljóðmerki í gangbrautarljósinu þó að rauði og græni "kallinn" sjáist ekki. Hvetjum íbúa og þá ekki síst unga vegfarendur til að fara varlega.