10.07.2024
Lokun á köldu vatni 10. júlí á Víkurströnd og Kirkjubraut
Íbúar á Víkurströnd og Kirkjubraut athugið! Miðvikudaginn 10 júlí verður lokað fyrir kalt vatn frá kl. 09:30 og fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
09.07.2024
Uppfærsla á símkerfi Seltjarnarnesbæjar í dag 9. júlí
Um kl. 15.00 í dag fer í gang nauðsynleg uppfærsla á símkerfi Seltjarnarnesbæjar. Uppfærslan í heild sinni tekur um 2-3 klukkustundir en það verður alveg úti í um 30 mínútur af þeim tíma. Hægt er senda tölvupóst á postur@seltjarnarnes.is eða beint á viðkomandi starfsfólk eða stofnanir.
05.07.2024
Eldblóm á Eiðistorgi
Eiðistorgið skartar sínu fegursta í sumar með blómstrandi Eldblómum, fallegum gróðri og heildar ásýndin í takt við upprunalega hönnun torgsins.
01.07.2024
Breyttur opnunartími bæjarskrifstofu
Frá og með 1. júlí 2024 verður opnunartími bæjarskrifstofu og þjónustuvers frá kl. 9-15 mánudaga til fimmtudag og frá kl. 9-13 á föstudögum. Hægt er að finna allar helstu upplýsingar á heimasíðu bæjarins auk þess sem ávallt má senda tölvupóst á postur@seltjarnarnes.is.
26.06.2024
Samvera í sumar er best!
Samvera barna og foreldra í sumar er besta forvörnin. Forvarnir og fræðsla fyrir foreldra vegna ævintýra sumarsins.
14.06.2024
Lýðveldið Ísland 1944 - 2024
Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu. Fjölbreytt hátíðardagskrá um allt land á afmælisárinu sem nær hámarki á þjóðhátíðardaginn sjálfan.
14.06.2024
Bæjarstjórnarfundur 19. júní 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 989. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 19. júní 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
13.06.2024
Útboð á framleiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Seltjarnarnesbæjar
Seltjarnarnesbær leitar tilboða í framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla á Seltjarnarnesi 2024-2028. Um almennt opið útboð er að ræða sem stendur til kl. 14.00 þann 23. júlí nk.
13.06.2024
Sundlaug Seltjarnarness opnar kl. 9.00 í dag
Vegna bilunar hjá Hitaveitu Seltjarnarness í nótt opna sundlaugin kl. 9.00. Búið er að gera við bilunina en heita vatnið er að ná fullum krafti inn á kerfið aftur.
11.06.2024
Varað við gosmengun og skertum loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu
Heilbrigðiseftirlitið hvetur viðkvæma til að gæta sín. Vinnuskólinn fellur niður eftir hádegi í dag vegna þessa.