
27.01.2025
Snjór tefur sorphirðu, muna að moka!
Íbúar eru hvattir til að moka frá sorptunnum sínum og tryggja gott aðgengi að þeim svo hægt verði að losa þær.

23.01.2025
Leikskólakennarar með 136 ára starfsaldur kvaddar
Anna, Arna og Þórdís sem sameiginlega hafa starfað á Leikskóla Seltjarnarness í hartnær 100 ár voru kvaddar með virktum í dag í salnum á Mánabrekku.

20.01.2025
Frítt í sund fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri
Bæjarstjórn samþykkti í lok árs 2024 fella í fyrsta sinn niður gjaldtöku í Sundlaug Seltjarnarness fyrir aldurshópinn 0-18 ára.

17.01.2025
Bæjarstjórnarfundur 22. janúar 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 998. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 22. janúar 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

15.01.2025
Mánaðarleg innheimta Hitaveitu Seltjarnarness
Frá og með janúar 2025 verða reikningar hitaveitunnar innheimtir mánaðarlega í stað þess að innheimta reikninga hitaveitunnar á 2ja mánaða fresti.

14.01.2025
Meira um sorphirðu í byrjun árs
Terra vinnur hörðum höndum að því að vinna upp seinkun á losun sorps vegna veðurs og veikinda. Á morgun miðvikudag lýkur losun á matvælum og blönduðum úrgangi og á fimmtudag hefst losun á plasti og pappa, tveir bílar verða á ferðinni og byrja á Ströndunum, Mýrinni og Eiðistorgi. Terra stefnir að því að ljúka losun á pappír og plasti á föstudaginn á öllu Nesinu.

14.01.2025
Leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu vegna fuglaflensufaraldurs
Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur á móti tilkynningum í síma 822 7820 og dyr@reykjavik.is um dauða fugla á öllu höfuðborgarsvæðinu og er með meindýraeyða á sínum snærum til að takast á við þessi verkefni. Íbúar á Seltjarnarnesi sem rekast á dauða fugla eru beðnir um að tilkynna það strax og meðhöndla alls ekki dauða eða veika fugla.

13.01.2025
Lokun á heitu vatni 13. janúar á Hæðarbraut og Melabraut
Íbúar á Hæðarbraut og Melabraut athugið! Vegna bilunar í dag mánudaginn 13. janúar þurfti að loka fyrir heita vatnið, unnið er að viðgerð og verður heita vatninu hleypt á eins fljótt og auðið er. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Seltjarnarness.

12.01.2025
Félags- og tómstundastarf eldri bæjarbúa
Nú er félagsstarf eldri bæjarbúa fyrir vorönn 2025 komið á fullt bæði með föstum liðum, námskeiðum og skemmtilegum viðburðum. Heildardagskráin er víða aðgengileg m.a. á Skólabrautinni og hér á heimasíðunni. Endilega að taka þátt í þessu fjölbreytta félagsstarfi.

08.01.2025
Seinkun á sorphirðu
Blandað og lífrænt áætlað föstudag 10. janúar.
Plast og pappír næsta mánudag 13. janúar.