28.04.2025
Leikskóli Seltjarnarness heimsóttur á alþjóðlegum leiðtogafundi
Alþjóðlegur leiðtogafundur um málefni kennara (ISTP) fór fram hér á landi dagana 24.-26. mars 2025. Leiðtogafundurinn, sem haldinn var í 15. sinn, er samstarfsverkefni Íslands, OECD og Alþjóðsamtaka kennara (EI) og voru um 230 þátttakendur frá 23 ríkjum.
18.04.2025
Bæjarstjórnarfundur 23. apríl 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1005. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 23. apríl 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
10.04.2025
Jákvæður viðsnúningur á rekstri bæjarins
Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2024 sem var samþykktur á fundi bæjarstjórnar þann 9. apríl sýnir jákvæðan viðsnúning í rekstri bæjarins. Helstu ástæður eru aukið aðhald í rekstri og mótvægisaðgerðir.
10.04.2025
Stóri Plokkdagurinn 27. apríl 2025
Seltjarnarnesbær hvetur íbúa og alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í deginum og plokka hvort sem er í sínu nærumhverfi eða á vel völdum svæðum hér á Seltjarnarnesinu.
04.04.2025
Bæjarstjórnarfundur 9. apríl 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1004. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 9. apríl 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
02.04.2025
Lokað á bæjarskrifstofu vegna starfsdags
Fimmtudaginn 3. apríl verður þjónustuver og bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar lokuð vegna starfsdags. Finna má helstu símanúmer og netföng stofnana og starfsfólks hér á heimasíðunni auk þess sem senda má tölvupóst á postur@seltjarnarnes.is. Opið verður eins og venjulega föstudaginn 4. apríl.
02.04.2025
Góð stemning í glerinu
Það er alltaf nóg um að vera í félagsstarfi eldri bæjarbúa eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd sem tekin var í dag þegar að kíkt var óvænt inn á glernámskeiðið í Félagsheimilinu. Stemningin var aldeilis góð, spjallað og hlegið um leið og unnið var hörðum höndum að listaverkunum enda styttist í handverkssýninguna sem haldin verður í maí.
01.04.2025
Skólalóð Mýrarhúsaskóla iðar af lífi
Fyrsta áfanga í endurbótum á skólalóðinni lokið en búið er að bæta við mörkum á sparkvöllinn og setja upp þrjú trampólin með öruggu undirlagi.
28.03.2025
Bæjarstjórnarfundur 2. apríl 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1003. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 2. apríl 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
27.03.2025
Ungir tónlistarnemar gleðja leikskólabörn með tónleikum
Þriðjudaginn 25. mars, heimsóttu ungir nemendur Tónlistarskóla Seltjarnarness leikskólana Mánabrekku, Sólbrekku og Stjörnubrekku og deildu gleði tónlistarinnar. Börnin nutu skemmtilegra tónleika, hlustuðu af áhuga og sungu með af innlifun. Viðburðurinn skapaði yndislega stemningu og færði bæði tónlistarnemum og unga áhorfendum gleði.